sunnudagur, 14. apríl 2013

Tagine


En hvað ég væri til í að eiga Tagine pott akkúrat núna. Tagine er leirpottur ættaður frá Marokkó og notaður er til að elda alls kyns lamba- og kjúklingarétti, inni í ofni eða á hellu. Mér skilst að útkoman sé dásamlega safarík og meyr, enda er kjötið hægeldað með alls konar kryddi og grænmeti í pottinum. Lokið er keilulaga og heldur gufunni inni í pottinum og svo er maturinn borinn fram á neðri hluta pottsins eftir eldun. Mig langar mest að panta mér einn svona pott strax í kvöld, en mun sitja á mér í bili þar til ég finn minn eina rétta. Þar til sá dagur rennur upp dunda mér bara við að lesa uppskriftir og smjatta á þeim í huganum.

Engin ummæli: