þriðjudagur, 2. apríl 2013

Það er gróska á E9

Þrátt fyrir spár um að yfirvofandi sé páskahret með tilheyrandi kulda, þá dafna grænmetisplöntur og kryddjurtir vel í sólríkum gluggum hér á E9. Þarna sjást gúrku- og tómataplöntur sem við vorum að færa í stærri potta, basilikkan er aðeins að kíkja upp úr körfunni þarna í glugganum, en risavöxnu plönturnar í stóru pottunum er kúrbítur! Já, það kom mest á óvart, hann rauk svoleiðis upp úr moldinni og það eru komnir blómknúppar á hann og allt. Vona að hann haldi áfram að dafna, við erum nefnilega sérstaklega spennt fyrir frjóvguninni sem þarf víst að vinna í höndum! 
Það er nú ekki leiðinlegt að fyrirliggjandi er plöntuorgía í stofunni á E9, skítt með allt páskahret!

Engin ummæli: