Við mæðgurnar ákváðum að hressa okkur við og skelltum okkur í göngutúr í rokinu áðan. Sólin sýndi listir sínar í klifurgrindinni á skólalóðinni, við gengum niður Vesturgötuna þar sem við fengum okkur ís í sólarblíðunni. Neró var spenntur yfir þessu líka og sleikti gangstéttina fyrir framan sjoppuna af miklum móð. Við veðjuðum á að þarna missi viðskiptavinirnir oftast pulsuna sína, svo mikill var ákafinn! Ég tók líka tvö videó af Sólinni í klifurgrindinni, ekkert smávegis hvað hún er fær, kann að fara afturábak og áfram snúninga á köðlunum og er mjög seig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli