Þá er árið 2012 loksins búið og undirrituð á ekki eftir að sakna þess. Ég tek áramót ávallt alvarlega og sérstaklega núna þegar liðið ár hefur verið erfitt og slítandi. T.d.set ég alltaf áramótaheiti og áramótaheitið mitt núna tengist nýju upphafi, að segja skilið við þar sem liðið er og hætta að velta mér upp úr erfiðleikunum. Ég ætla að horfa fram á við og vera bjartsýn. Hananú, þetta verður ekki mikið mál ha? Alla vega verður ekki mikið mál að gera árið 2013 betra en árið 2012, það er þó stór plús :)
Jól og áramót hafa farið vel með liðið á E9. Við erum búin liggja í leti, borða og svo höfum við spilað mikið. Sólin er orðin snillingur í Íslandopoly og við getum tekið 3ja tíma spil þar sem hún er í banastuði allan tímann og vinnur svo auðvitað að lokum (hún er klók nefnilega!). Vinurinn hefur beðið spenntur eftir sprengjunum því áramót eru jú uppáhaldshátíðin hans (afmælið hans er í öðru sæti og jólin í því þriðja). Hann var því í aðalhlutverki í gærkvöldi ásamt afa sínum, þeir sprengdu sem óðir væru litlu drengirnir. Við fórum líka á áramótabrennu í Kalmansvík, en það var mjög hvasst og kalt svo þar var ekkert sprengt. Skaupið var fínt, dáldið meinfýsið en við hlógum oft og ég er bara alveg sátt við það. Ætla að hleypa nokkrum myndum hér að, er orðin hrifin af því að nota bloggið sem dagbók í máli og myndum, það er gaman að fletta hér í gegn og rifja upp og stundum óska ég að ég hefði sett inn fleiri myndir!
|
Á skautum milli jóla og nýárs 2012. Þess ber að geta að við erum góð á skautum, rosalega góð. |
|
Spilakvöld á E9 |
|
Á leið á áramótabrennu í Kalmansvík |
|
Þessi er með myndavél á öllum myndum |
|
Á brennu með ömmu Siggu |
|
Flugeldar |
|
Partý á Skagabraut, amma klikkar ekki á því um áramót :) |
|
Göngutúr á nýársdag |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli