fimmtudagur, 2. apríl 2015

Skírdagur

Nú stendur mikið til hér á E9. Krónprinsinn fermist eftir rúma viku og allt á suðupunkti. Í kollinum á mér alla vega!

Mr. T er bara slakur, en ansi liðtækur í þrifunum. Ryksugar allt hátt og lágt, þessi elska.
Ef um einhvern annan væri að ræða þá hefði ég áhyggjur. En þegar Mr. Tsegist ætla að vera búinn að þessu á sunnudaginn, þá trúi ég því og treysti. Við getum alla vega ekki boðið veislugestum upp á hurðalausa salernisaðstöðu, svo mikið er víst!

Að öðru leyti erum við róleg. Salíróleg.

1 ummæli:

Björg sagði...

prufa, prufa.
testing, testing.
1-2-3
Þetta virkar fínt :)