Þarna eru engiferkökurnar sem ég baka alltaf, gömlu góðu súkkulaðibitakökurnar og allt annað sem til þarf.
Í dag eignaðist ég mína fyrstu hakkavél. Þar með gat ég hætt að láta mér nægja að lesa uppskriftina að vanillufingrum og hafist handa við að baka þá. Mikil ósköp hvað þeir eru góðir og fallegir. Einnig bakaði ég lakkrístoppa og kláraði að setja saman mömmukökurnar.
Þannig að nú eru þrjár sortir komnar í dunka, en fjórða sortin sem var tilbúin í lok nóvember, piparkökurnar, er uppurin og boxið galtómt. Skil ekkert í því...
Ekki aðeins tókst að baka þessar kökutítlur í dag, heldur pakkaði ég líka nokkrum jólagjöfum og skrifaði á jólakort! Vei fyrir mér :o)
Þetta er nú smá jólalegt að sjá, ekki satt? |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli