Við Björgvin tókum á því í dag, hann sló og ég mokaði. Smá mosaeyðir fékk líka að fljóta með. Mikið sem við erum sátt við afraksturinn. Keyptum okkur síðan laugardagsnammi og höfðum það kósí. Yndislegt alveg hreint.
Á meðan dunduðu feðginin sér við veiðar í Eyrarvatni. Einn silungur kominn í grafning og allt. Mótorinn varð bensínlaus úti á miðju vatni og þegar reynt var að róa í land brotnaði önnur þóftan. Hvurslags eiginlega!
Ég held að við Björgvin höfum vinninginn í notalegheitum í dag :o)
![]() |
Þessi þarf hvorki bensín né árar... |