Þar kom að því, jólasnjórinn er lentur og ég því samstundis dottin í jólaskap :)
Er sest með bókina "Making great Gingerbread Houses" og ætla að lesa hana í spað á næstu dögum.
Fyrsta piparkökuhús lífs míns var skapað fyrir ári síðan, blessuð sé minning þess, og þetta árið verður frammistaðan betrumbætt og smá metnaður lagður í þetta!
Snjórinn fellur og það fyrsta sem syni mínum dettur í hug að gera er þetta:
Hoppa á trampólíninu í nóvember í hundslappadrífu og myrkri, það er lífið :)
1 ummæli:
Ahh snjór er góður!
Skrifa ummæli