Fyrsta útilega sumarsins var farin núna um helgina þegar við tjölduðum á Þingvöllum í tvær nætur ásamt Herði og Árnýju og strákunum þeirra. Þetta var nú frekar í blautari kantinum en samt þrælskemmtilegt og allir skemmtu sér konunglega. Við flýðum rigninguna á Þingvöllum á laugardeginum og keyrðum austur í Laugarás þar sem við heimsóttum dýrin í Slakka.
Sólin og svangi kálfurinn
Pabbinn og Vinurinn
Svo er bara spurning hvert farið verður um næstu helgi :)
3 ummæli:
Kannski málið að skella sér til Egilsstaða næstu helgi, 27 gráður á laugardaginn er spáð :/
Hörður bró
Já, þú segir nokkuð! Nema hvað fyrir andvirði eldsneytisins sem við myndum eyða í slíkri ferð mætti kaupa farseðil til Köben :)
Hvað með Berserkjahraun? Veiðtúr og varðeldur og styttra að fara!
Hljómar vel þó að síðasta heimsókn okkar þar er enn í mjög fersku minni, rúmar 3 vikur síðan. Hvað með Hítarvatn? 2 ár frá síðustu heimsókn okkar þar plús að þar er einhver hreinlætis aðstaða að mig minnir.
Ég fer að kaupa efni í toppgrind á súkkuna á morgun þannig að maður geti mætt með allt sitt hafurtask.
p.s: Pæling, að ef þetta er ekki neglt hér með, skulum við færa þessar viðræður á annað plan en í þessum annars góða kommenta dálki :)
Skrifa ummæli