Jæja, þetta fór betur en á horfðist og hér kemur afraksturinn:
Barasta ekkert svo hroðalegt og meira að segja komið ljós í húsið og allt :)
Eitt gullkorn frá bakstrinum í gær fær að fljóta með:
Sól: Setjum meira súkkulaði, það er svo hollt
Mamman: Nú, er það hollt?
Sól: Já, það er svo hollt fyrir sálina
Hehe, það sem heimurinn þarf er meira súkkulaði :)
5 ummæli:
Sammála frænku minni :)
Fínasta hús! ...var þetta sumsé unnið úr hroðanum eða tilbúnu ósamsettu? Hvort heldur sem er: stórglæsilegt :)
Þetta er hroðinn uppmálaður :)
Það tilbúna ósamsetta var einnig sett saman í dag og var samstundis étið í spað að því loknu!! Annars hefði ég smellt inn mynd af því líka.
Verður hægt að borða "hroðann" eða verður hann bara til sýnis?
Hroði verður til sýnis fram yfir jól. Ætli hann verði ekki étinn á jóladag með ryki og öllu :)
Hér þarf að blogga Bogga:)
Skrifa ummæli