Til hamingju með daginn Sólarljós :)
fimmtudagur, 25. október 2007
mánudagur, 22. október 2007
Mánudagur
Í gær steig ég stórt skref út úr þægindahringnum mínum.
Jú, ferðinni var heitið í hina víðfrægu Toys´R´us.
Tilgangurinn? Auðvitað sá að sparar stórar fjárhæðir og kaupa jólagjafir fyrir krakkana á niðursettu verði.
Afraksturinn? Jú, jólagjafirnar fengum við ásamt öllum þeim almennu óþægindum sem fylgja því að fara inn í svona stóra og litríka búð. Þarna var allt of mikið af fólki, allt of mikið af dóti, allt of mikið af hljóðum og skærum litum. Eins og ein frábær kona sem ég þekki minntist á: ekki fyrir flogaveika! Bleh, ég fer ekki þangað aftur í bráð. Svo var þetta ekkert ódýrt, tilboðin voru búin og dótið komið á sitt venjulega okurverð.
Þetta var ekki alveg minn tebolli
Restin af Reykjavíkur-ferðinni var frábær. Hittum skemmtilegt fólk og fengum alls staðar svo ríflegt og gott að borða að það tók því varla að elda þegar heim var komið.... gerðum það nú samt!
Ohhhh, get ekki beðið eftir að þessari viku ljúki, framundan er lærdómstörn dauðans og staðlota í lok vikunnar. Hlakka hrikalega til laugardags, þarf bara að redda pössun og !swing! þá verður farið út á lífið með öllu því sem það hefur upp á að bjóða :)
Lifið heil, og veriði góð við ykkur sjálf og aðra.
Ekki veitir af í þessu veðraklúðri sem er að ganga af allri gleði dauðri!
Jú, ferðinni var heitið í hina víðfrægu Toys´R´us.
Tilgangurinn? Auðvitað sá að sparar stórar fjárhæðir og kaupa jólagjafir fyrir krakkana á niðursettu verði.
Afraksturinn? Jú, jólagjafirnar fengum við ásamt öllum þeim almennu óþægindum sem fylgja því að fara inn í svona stóra og litríka búð. Þarna var allt of mikið af fólki, allt of mikið af dóti, allt of mikið af hljóðum og skærum litum. Eins og ein frábær kona sem ég þekki minntist á: ekki fyrir flogaveika! Bleh, ég fer ekki þangað aftur í bráð. Svo var þetta ekkert ódýrt, tilboðin voru búin og dótið komið á sitt venjulega okurverð.
Þetta var ekki alveg minn tebolli
Restin af Reykjavíkur-ferðinni var frábær. Hittum skemmtilegt fólk og fengum alls staðar svo ríflegt og gott að borða að það tók því varla að elda þegar heim var komið.... gerðum það nú samt!
Ohhhh, get ekki beðið eftir að þessari viku ljúki, framundan er lærdómstörn dauðans og staðlota í lok vikunnar. Hlakka hrikalega til laugardags, þarf bara að redda pössun og !swing! þá verður farið út á lífið með öllu því sem það hefur upp á að bjóða :)
Lifið heil, og veriði góð við ykkur sjálf og aðra.
Ekki veitir af í þessu veðraklúðri sem er að ganga af allri gleði dauðri!

sunnudagur, 21. október 2007
Hvernig virkar heilinn þinn?

THE Right Brain vs Left Brain test ... do you see the dancer turning clockwise or anti-clockwise?
If clockwise, then you use more of the right side of the brain and vice versa.
Most of us would see the dancer turning anti-clockwise though you can try to focus and change the direction; see if you can do it.
LEFT BRAIN FUNCTIONS
uses logic
detail oriented
facts rule
words and language
present and past
math and science
can comprehend
knowing
acknowledges
order/pattern perception
knows object name
reality based
forms strategies
practical
safe
RIGHT BRAIN FUNCTIONS
uses feeling
"big picture" oriented
imagination rules
symbols and images
present and future
philosophy & religion
can "get it" (i.e. meaning)
believes
appreciates
spatial perception
knows object function
fantasy based
presents possibilities
impetuous
risk taking

föstudagur, 19. október 2007
Kona stóð út á svölum og öskraði
Kannski komst þessi ekki í ToysRus á opnunardaginn?!?
Hvað annað gæti valdið svona mikilli innbyrgðri reiði?
Mikið er ég glöð í hjarta mínu yfir því að vera í vinnu. Annars hefði ég örugglega farið ...
... nei, djók auðvitað ekki.
Margt betra hægt að gera við tíma sinn en að standa í biðröð í 3 tíma eftir leikföngum!!
Hvað annað gæti valdið svona mikilli innbyrgðri reiði?
Mikið er ég glöð í hjarta mínu yfir því að vera í vinnu. Annars hefði ég örugglega farið ...
... nei, djók auðvitað ekki.
Margt betra hægt að gera við tíma sinn en að standa í biðröð í 3 tíma eftir leikföngum!!
fimmtudagur, 18. október 2007
Hvert er kjellingin nú farin?!?
Jæja, ég er komin í hring!
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir svona 5 árum síðan þá var ég hér á Blogspot. Síðan tók við blog.central, heimasmíðuð Front-page síða, bloggar.is og síðast 123.is.
Þótt mér hafi fundist 123.is bera af í gæðum og þægindum þá er alveg óþarfi að borga fyrir það sem maður getur fengið frítt annars staðar og þess vegna hef ég ákveðið að færa mig aftur á þann stað sem er næstbestur (og fríkeypis)!
Ég veit, algert vesen að elta mig svona um víðáttur veraldarvefsins, en þið hljótið að hafa þetta af lesendur góðir. Allir hafa gott af því að breyta til öðru hverju :) Hver veit, kannski verður þetta vítamínsprauta á skrifin mín, ég tími alla vega ekki að hætta að blogga.
Sjáum til, sjáum til
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)