Það er því aldeilis ástandið á heimilinu, eins og gefur að skilja, því móðurhjartað er við það að gefa sig af söknuði. Ég get ekki heilli á mér tekið, ráfa hér um gólf og er bara alveg ómöguleg. Og bölvandi. Bölvandi þeim degi sem ég skráði hana í skátana, vitandi það að einn daginn færi hún á Landsmót og myndi skemmta sér dátt. Án mömmu sinnar!
Hún tók sig vel út með bakpokan, sáralítill farangur sem móðir hennar lét hana taka með. Aukabakpokinn er ekki á myndinni... |
Blessuð perlan, alveg að bugast! En ekki hætti hún við, onei. |
Allt voða vel merkt skal ég segja ykkur, alveg niður í smæstu einingu. Sokkar og allt. |
Galdurinn er: LOFTTÆMING Ekkert of yfirdrifið, nei, nei... |
Sjá hvað hún virkar eitthvað smá svona í samanburðinum... |
Dæs...
Svo þegar hún var komin með þetta allt saman í bakpokann og meira til, fannst mér alls ekki nóg komið og bætti við öðrum bakpoka sem hún þarf að bera framan á sér. Ekki hef ég þó áhyggjur af burðinum, hún þarf bara að bera þetta frá bílastæðinu og sirka 200 metra að tjaldinu. Getur bara farið tvær ferðir.
Hún lagði í hann til Akureyrar seinnipartinn á sunnudaginn, fékk bílfar með nokkrum öðrum skátum. Þó ekki fyrr en hún var búin að skrifa þetta á vegginn sinn á Facebook:
Þegar hún hringdi svo í mig hágrátandi um miðnættið á sunnudagskvöld og sagðist vilja koma heim kvarnaðist aðeins úr móðurhjartanu. Sver það, ég felldi tár! Var alveg til í að skutlast norður og sækja barnið.
Nema ég var komin í náttfötin og svona. Ég talaði hana því til, róaði hana niður, tjáði henni ævarandi ást mína og taldi henni trú um að móðursýki hennar væri þreytumerki. Hún væri haldin ofsaþreytu eftir helgina og allt yrði betra á morgun eftir góðan svefn.
Eftir að við kvöddumst sallarólegar horfði ég lengi vel stíft á símann og óskaði þess að hann hringdi einu sinni enn. Bara einu sinni! Þá færi ég med det samme af stað til Akureyrar að sækja ljúfuna mína. Á náttfötunum einum klæða. En síminn hringdi ekki meir það kvöldið.
Skátinn hringdi hins vegar ofsakátur morguninn eftir og allt annað í henni hljóðið,
2 ummæli:
Einstakur sólageisli sem þú átt þarna :* ...og hún heppin að eiga þig. Skemmtileg lesning hjá ykkur báðum :D
Ó elsku! Alveg er ég viss um að þessi vika hefur verið frábær hjá henni. Ég fór einmitt fyrir sirka tveimur áratugum (!!!) á Landsmót skáta sem haldið var í Kjarnaskógi á Akureyri. Þar lékum við börnin okkur í vasahnífakasti og svo fór ég í slag*.
Ég var auðvitað ekki með gemsa á mér og minnist þess ekki að hafa saknað nokkurs manns, það var svo gaman!
En ég skil þig vel, ó svo vel með mömmuhjartað í kremju yfir svona fjarveru :/
Knús í kotið :)
*í sérstökum súmófeitabollubúning í Skátatívolíi :)
Skrifa ummæli