Ég er voða ánægð með mig, en jafnframt fegin að þessu átaki er lokið því nú get ég bloggað þegar mig lystir. Mig grunar að þótt þeim muni fækka talsvert frá liðnum mánuði, verði meira varið í hverja færslu því þær hafa nú verið ansi þunnar í júnímánuði, kannski mynd og nokkrar setningar til að uppfylla kvótann. Ef til vill er blogg eins og vatn í potti á suðuhellu. Ef [eldabuskan/bloggarinn] er stöðugt að [taka lokið af/setja inn smáfærslur] þá er minni kraftur í [suðunni/blogginu]. En ef [eldabuskan/bloggarinn] [lætur lokið vera á/bloggar ekki neitt], þá kemur að því að það [sýður upp úr af miklum krafti/kemur rosalega löng og innihaldsrík bloggfærsla]. Er þetta ekki bara nokkuð góð samlíking hjá mér?
Annars er rokið og rigningin komið til landsins, og eins og allir vita er það pottþétt veður fyrir hressandi útihlaup. Sem er einmitt það sem við Tóti gerðum áðan, með herkjum þó, þar sem við erum undirlögð í harðsperrum eftir helgina. Fyrir það fyrsta þá vaknaði ég fyrir allar aldir í Hveragerði á laugardagsmorgun til að mæta í Zumbatíma kl. hálf-níu (með stelpunum sko, Tóti var ekki með í því). Seinna um daginn spiluðum við svo fótbolta alveg þar til ég þurfti að hætta leik vegna íþróttameiðsla. Þetta hefur hreinlega verið of mikið af því góða, því bæði höfum við verið ansi stirð og aum það sem af er viku.
Svo er greinilegt að eftir ansi hitaeiningaríkan og notalegan mánuð að meiri hreyfing þarf að komast á dagskrána. Núna er ég ekki með neitt hlaupaprógram í gangi eins og hefur verið undanfarin sumur og það munar alveg um það þegar maður sullar í grillmat og súkkulaði alla daga! Þess vegna datt mér í hug, þar sem ég sat fyrir framan tölvuna með kaffið mitt í morgun, hvort eg ætti ekki að rifja upp kynni mín af Billy Blanks, stórvini mínum sem ég kynntist í fæðingarorlofinu árið 2001:
Svo er greinilegt að eftir ansi hitaeiningaríkan og notalegan mánuð að meiri hreyfing þarf að komast á dagskrána. Núna er ég ekki með neitt hlaupaprógram í gangi eins og hefur verið undanfarin sumur og það munar alveg um það þegar maður sullar í grillmat og súkkulaði alla daga! Þess vegna datt mér í hug, þar sem ég sat fyrir framan tölvuna með kaffið mitt í morgun, hvort eg ætti ekki að rifja upp kynni mín af Billy Blanks, stórvini mínum sem ég kynntist í fæðingarorlofinu árið 2001:
Þetta myndband er eitt af mörgum sem ég fékk lánað á VHS-spólum á þeim tíma. Þetta er ekki grín! Tae Bo Billy var einkaþjálfarinn minn og saman náðum við góðum árangri heima í stofu. Það er hægt að eyða rigningardögum í margt vitlausara en þetta skal ég segja ykkur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli