fimmtudagur, 25. júlí 2013
Fókus
Ég er alveg hreint steinhissa á þessari hreyfimynd. Hún á að sanna það að í rauninni sjáum við ósköp lítið, við styðjumst við minnið. Þarna er lítill kross í miðjunni og fjólubláir deplar sem hverfa á víxl. En ef maður horfir á litla krossinn nógu lengi án þess að hreyfa augun þá hverfa fjólubláu deplarnir alveg. Þetta virkar jafnvel þótt maður noti bara annað augað. Svo er nóg að hreyfa augað aðeins til og þá birtast deplarnir aftur.
Magnað!
Svona er ég stundum. Stari á vandamál/leiðindi/fortíðina og sé ekki það sem er í kringum mig í núinu. Þá er stundum nóg að taka ákvörðun. Hætta að einblína á vandamálin. Hætta að velta sér upp úr því sem maður getur ekki breytt og taka eftir því sem er að gerast í núinu. Um leið birtast endalaus tækifæri og möguleikar sem maður sá ekki áður. Yfirleitt er þetta nefnilega einfalt, ekki flókið, og núorðið er ég orðin rosalega góð í því að hafa það í huga.
Magnað!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Nákvæmlega Björg mín. Það er gott að heyra hvað þú ert orðin góð í þessu :) snillingur!
Skrifa ummæli