Nú er ég í bústað á Suðurlandinu og þar sem ég var á harðahlaupum hér í grenndinni sá ég hvar vegurinn hafði verið lagður í sveig í kringum stóran hraundrjóla. Þarna var s.s. álfasteinn sem ekki hafði verið sprengdur í loft upp við vegagerðina heldur vegstæðinu breytt og vegurinn lagaður að umhverfinu. Mjög fallegt.
Ég get ekki stoppað í miðju hlaupi svo ég var á ferðinni þegar ég smellti mynd af dýrðinni með símanum mínum. Sólin skein svo fallega, haustlitirnir í algleymingi, fuglasöngur og Álfasteinn. Kemst þetta til skila? Myndir teknar á hlaupum eru skrýtnar, óskýrar, skakkar og sérstakar. Kannski þetta sé upphafið að nýrri myndaseríu?
Published with Blogger-droid v2.0.9
1 ummæli:
Ég kaupi bókina!
Skrifa ummæli