laugardagur, 20. október 2012

Hlaupamyndir?

Hlaupandi um landið þvert og endilangt, eins og ég hef verið að gera þetta árið (ehemm) hef ég séð marga ósköp fallega staði. Staði sem ég hef jafnvel áður keyrt framhjá án þess að stoppa og gefa nokkurn gaum.

Nú er ég í bústað á Suðurlandinu og þar sem ég var á harðahlaupum hér í grenndinni sá ég hvar vegurinn hafði verið lagður í sveig í kringum stóran hraundrjóla. Þarna var s.s. álfasteinn sem ekki hafði verið sprengdur í loft upp við vegagerðina heldur vegstæðinu breytt og vegurinn lagaður að umhverfinu. Mjög fallegt.

Ég get ekki stoppað í miðju hlaupi svo ég var á ferðinni þegar ég smellti mynd af dýrðinni með símanum mínum. Sólin skein svo fallega, haustlitirnir í algleymingi, fuglasöngur og Álfasteinn. Kemst þetta til skila? Myndir teknar á hlaupum eru skrýtnar, óskýrar, skakkar og sérstakar. Kannski þetta sé upphafið að nýrri myndaseríu?

Published with Blogger-droid v2.0.9

1 ummæli: