sunnudagur, 14. október 2012

Þetta er einfalt, ekki flókið

Stundum finnst mér lífið vera flókið og fullt af útúrdúrum. Get alveg sokkið ofan í minnstu smáatriði og sé ekki fram úr smávægilegustu vandamálum. Dagurinn minn getur verið helmingi erfiðari en hann þarf að vera, af því ég gef mér ákveðnar forsendur sem reynast svo rangar, legg of mikið á mig við það sem er ósköp einfalt og hryn ofan í djúpa forarpytti þegar auðvelda leiðin var fyrir framan mig allan tímann.

Þetta er einfalt, ekki flókið.
Þetta er einfalt, ekki flókið.
Þetta er einfalt, ekki flókið.

...Ahhhhh...

1 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Ó! Hvað ég þurfti á þessu að halda :) Þetta er einfalt, ekki flókið. Nákvæmlega.
Knus,
Kri