fimmtudagur, 25. október 2012

Afmælisstelpa

AfmælisSól
 
Elskuleg dóttir mín vaknaði 9 ára í morgun. Eins og sjá má var hún eiturhress og vel tilhöfð eins og venjulega klukkan sjö á morgnana, alltaf gaman að þessum afmælismyndum :)

Hún á líka eftir að elska mömmu sína þegar hún finnur þessa síðu á unglingsárum sínum og sér þessa mynd, múhahahaha!
 
Hér var fullt hús af stelpum í dag, 14 stykki mættu í svaka partý, tertuát, popp og bíó á stóra veggnum í stofunni. Ekkert slor. Daman var svo uppgefin eftir daginn að hún dreif sig upp í rúm kl. átta að kúra sig með bók, þessi elska!

1 ummæli:

Kristín Edda sagði...

Dásamleg! knus á uppáhalds Sólina okkar :)