miðvikudagur, 16. janúar 2008


Yndislegi, góði og fallegi prinsinn minn er 7 ára í dag!
Takk fyrir allar kveðjurnar og símtölin!

Hér var haldið heljarinnar partý í dag. 13 drengir á sykurflippi :)
Annars voru það helst foreldrar afmælisbarnsins sem voru með læti. Við áttum inniblys frá því á áramótum og af því að utan á pakkanum var mynd af þessum sömu blysum ofan á girnilegri tertu, þá var blysunum náttúrulega smellt á afmæliskökuna. Sjö stykkjum takk fyrir takk.

Þegar kveikt var á blysunum brutust út mikil fagnaðarlæti því þetta var mjög flott, því er ekki að neita. En kannski var ekki gert ráð fyrir því að kveikt væri á sjö stykkjum í einu í lokuðu rými!

Á meðan logarnir af blysunum lýstu upp loftið í stofunni og afmælisgestirnir sungu afmælissönginn fór nefnilega reykskynjarinn í gang!?! "Syngið hærra, syngið hærra" æpti ég til að yfirgnæfa vælið. Og þeir sungu, þessar elskur. Héldu fyrir eyrun og sungu hástöfum þar til þeir urðu rauðir í framan. Þá var Tóti búinn að redda stiga og kippa batteríunum úr. Nema hvað þá fór næsti reykskynjari í gang! Þetta var bara fyndið :) Við vitum þá allavega að þessi tæki virka. Veit bara ekki hvað foreldrar strákanna halda þegar þeir segja frá þessu heima hjá sér.
Ég vil taka fram, okkur til málsbóta, að einu leiðbeiningarnar sem fylgdu blysunum voru á pólsku svo við urðum að fara eftir myndinni!

7 ára strákar eru fyndnir.
Einn galaði á mig "Hvað er þetta?!?" og benti á hálfétna jógúrtköku.
"Súkkulaði" segi ég.
"Ojj", svaraði drengsi og skilaði kökunni.
"Hann er í megrun", útskýrði drengurinn við hliðina á honum
"Nöjts! Mér finnst þetta bara vont!"
Svo upphófust miklar umræður við borðið um megranir.
"Mamma mín, hún hefur sko farið í svoleiðis"
!!!



5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjartanleg til hamingju með stóra strákinn:) Aldeilis sem tíminn hefur liðið, svo er víst að koma að stórafmæli hjá minni, búin að plana eitthvað?
Vonandi sjáumst við nú fljótlega, hafðu það sem allra best.
Bósan

HelgaB sagði...

Innilega til hamingju með frumburðinn elsku Bogga mín. Þetta hefur greinilega verið flippað afmælispartý ;)

Knús til elsku frænda og kveðja til allra,
Helga og félagar.

Nafnlaus sagði...

Vá, það hefur sko verið fjör hjá ykkur :o)
Og snilldar gullkorn hjá svona "litlum" gaurum :o)

Hafið það gott...
Knús...

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, til hamingju með Björgvin. Þetta hefur verið aldeilis fín afmælisveisla, hefði verið ennþá meira spennandi fyrir 7 ára gutta ef slökkviliðið hefði bara mætt á svæðið. Þið kannski reynið það á næsta ári!! ahahah...

15 einingar með vinnu??? Ja hérna hér, það vantar ekki kraftinn í þig! Ég er með 13 einingar (reyndar hefði ég tekið meira ef það væri í boði) í ENGRI vinnu og með EITT barn...já og reyndar EINN mann líka. Hvað er maður að kvarta? hehe.

Unknown sagði...

Ekki hefði ég vilja vera fluga á vegg í þessu afmæli því þá hefði ég dáið úr hlátri eða reikeitrun:::

Þetta gerist nú ekki betra. Við höfum einmitt lent í svipuðum aðstæðum með janúar afmælisbarnið það er nefnilega svo sniðugt að eiga afganga frá áramótum og svo eru leiðbeiningar á pólsku eða kínversku og bjargi sér hver sem betur getur áður en allt verður vitlaust.

Knús og kossar og til hamingju með næstu afmælisbörn 19 Jan

Dröfn og co