miðvikudagur, 2. janúar 2008

Nýtt ár, ný tækifæri ekki satt?

...
Vonum það alla vega.

Gamla árið var kvatt með pompi og prakt hér á Esjubrautinni. Hingað mætti einvala lið fjölskyldumeðlima með Jonna sprengjusérfræðing í fararbroddi. Eldaður var svínahamborgarahryggur og lambahryggur með tilheyrandi, dýrindis humarsúpa tengdamömmu í forrétt og svo tróðum við í okkur salötum og reyktum og gröfnum silungi fram eftir nóttu.

Alveg eðal. Auðvitað var sprengt af öllum kröftum þrátt fyrir leiðinlegt veður. Vindurinn stóð reyndar þannig að yfir okkur rigndi rakettuprikum og púðurögnum frá öðrum bæjarhlutum...

Skaupið var mjög gott. Allir sammála því?
Við hlógum alla vega að því öllu saman eins og það lagði sig.


Þessir herramenn hér, Neró og Sesar stóðu sig með prýði. Var einhver að tala um að Neró væri stór? Sko, hann er s.s. ekkert stór.










Hér má sjá Sólina og Maron Reyni gæða sér á snakki af innlifun í barnahorninu! Annars var Maron aðallega í sprengjunum.
Sólin var rólegri í þeim efnunum og fylgdist spök með þeim
út um gluggann... í hæfilegri fjarlægð








Björgvin kveikir í blysi. Hann var á yfirsnúningi allt kvöldið og sprengdi af miklum móð.









Krakkarnir skála fyrir nýju ári við ömmu Siggu










Sólin og mamman í banastuði







En alla vega, nóg komið af gömlum myndum. Þetta var í fyrra, nú er komið nýtt ár ;)
Ekkert áramótaheit frekar en venjulega, bara von um að þetta ár slái því síðasta út.

Ég á nú ekki von á öðru enda margt að gerast á árinu:
kjellingin er að komast á fertugsaldurinn (ehemm)
hún stefnir að útskrift á árinu (?aftur?)
og svo er maður náttúrulega alltaf að æfa fyrir Miss fittness 2012 (án gríns, ég held ég hafi fundið vöðva um daginn sem ég hef aldrei séð áður, þetta er allt að ske!)

Hér á bæ er unnið hörðum höndum að því að snúa sólarhringnum aftur við og mér reiknast til að ef mér á að takast að vakna 7 á morgun og vera búin að koma öllum á sinn stað fyrir 8 þá þurfi ég að fara að sofa.....núna.

Því bið ég ykkur vel að lifa,
verið góð við hvert annað og ykkur sjálf.
B

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ.
Það hefur greinilega verið fjör hjá ykkur á áramótunum, þrátt fyrir veður! Gaman að sjá svona myndablogg :o)

Hér er svipað afréttingar-tímabil í gangi, ég held samt að aðal vandamálið er... ég!!!

Risa knús...

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár elskurnar!!!
mmm...matseðillinn hljómar sko veeeel :) (SvínahamborgarAhryggur hvað??? Frú Björg!)

Þetta lítur út fyrir að hafa verið yndislegt kvöld... allt nema hundurinn hans Jökuls! Hann lítur ekki út fyrir að vera yndislegur!!!

Ég trúi því samt ekki að þú sérst að verða þrítug?!? Og Hulda líka?!? *fjúfff maður!* og ég svona ung hér í danzka! ;)

Kristín!

Björg sagði...

Heyrðu nú góða mín!
Það gengur nú ekki að hér liggi íslenskufræðingur í leyni að prófarkalesa síðuna mína. Þú ert greinilega búin að lúslesa færsluna í heila viku og fannst eitt kolblessað A!!!!

Ég held þú sérSt ekki alveg í lagi mín kæra :)

(og svo setur maður ekki zetu nema maður hafi verið uppi um miðja síðustu öld og fyrir liggi að í stofni orðsins sé /t/ eða /d/ á undan s, eða þá að tannhljóðin /t,d,ð/ standi með /s/ í orðinu...múhahahahaha)

Og þið báðar:
Hver veit nema við sjáumst í Danaveldi von bráðar :)

Nafnlaus sagði...

Hahahh!
Ég biðzt velvirðingar á þezzu Björg mín Bjarnadóttir!!!

Plís segðu að "von bráðar" sé fyrir maí eða eftir ágúst...? Við verðum nefnilega á klakatánni maí, júní, júlí og ágúst :)