Ég hef komiđ hingađ áđur. Man þó eiginlega ekkert eftir því þar sem ég var jú bara 18 ára og minni mitt frá þessum árum í kringum tvítugsaldurinn er mjög gloppótt. Held stundum ađ ég hljóti ađ hafa dottiđ á hausinn og legiđ í dái í nokkur ár, án þess ađ nokkur segđi mér frá því. En þađ er önnur saga.
Þađ litla sem ég man frá Parísarferđinni ´96 er Eiffel-turninn ađ sjálfsögđu, ég fór upp í hann á sínum tíma. En ađeins upp á ađra hæđ, þar sem ferđafélagi minn var lofthræddur og auđvitađ lét ég þađ stoppa mig.
Og nú, 20 árum síđar er ég komin aftur til Parísar. Í gær var ég enn á ný stödd í Eiffel-turninum međ lofthræddum ferđafélaga, mínum ástkæra eiginmanni, og viđ létum vađa upp á efstu hæđ. Skáluđum í kampavínsglasi 300 metrum ofar jörđu og dáđumst ađ heiminum frá nýju sjónarhorni í algjöru hamingjukasti. Hversu svalt er þađ?!
![]() |
Túrhestar í París |
Mađur á jú alltaf ađ gera þađ sem mann langar, teygja sig eftir því sem mađur vill og láta vađa ef mađur er hræddur. Síđan ég tileinkađi mér þessa speki hefur minniđ skánađ til muna.
Ást og út!
Bogga