sunnudagur, 13. september 2015

Sunnudagur

Góður dagur að baki, og nóg eftir! Þrátt fyrir að afkvæmi mín séu að stíga fyrstu skref unglingsára sinna finnst þeim alltaf jafn gaman að skoða afkvæmi annarra dýrategunda og bara dýr yfirleitt eru mjög vinsæl hjá þeim. Við skelltum okkur því í Húsdýragarðinn í dag með góðum hópi úr fjölskyldunni. Þeim þótti leitt að ekki skuli vera opið í tækin yfir vetrartímann, en létu sér dýrin nægja í þessari ferð. 

Ungviðið dáist að ungviðinu
Selirnir vekja alltaf aðdáun. Afkvæmin mín rifja upp hvernig þau náðu eitt sinn
ekki að sjá upp fyrir glerið. Nú nær efri brún glersins þeim í mitti!

1 ummæli:

Ragnheiður sagði...

Takk fyrir daginn elsku þið!