sunnudagur, 5. júlí 2015

Kerling er komin til fjalla

Sumarfríið hófst núna um helgina  og það með stæl. Við lögðum í'ann í gær laugardag og skunduðum beinustu leið í Þjórsárver á ættarmót. Það var mjög gaman, matur, tónlist og dans fram á kvöld og síðan gítar og söngur við varðeld fram á nótt! Allt eins og það á að vera í Tunguætt :)
Þegar við náðum svo loks að vakna í dag pökkuðum við okkur saman og héldum í þynnra loftslag upp á hálendi og tjölduðum í Kerlingarfjöllum. Hingað hefur ekkert okkar komið áður, frekar kalt og aðeins hvasst hérna svo við ætlum snemma í háttinn og í göngu inn í Hveradali á morgun. Jafnvel maður taki sundfötin með sér, svei mér þá!

Engin ummæli: