Og ég sem hélt að það að hætta að reykja væri erfitt.
Nú er ég á sjöunda sykurlausa deginum mínum og nartþörfin alveg að æra mig. Þar sem ég sit og rita þessi orð sötra ég bleika maukaða vítamínbombu með röri, en langar bara í lakkrís og súkkulaði. Nei, þú álpaðist ekki inn á ókunnugt blogg, þetta er ég! Í alvöru! Bogga sykurfíkill!
Þetta áunna sykurleysi mitt er enn eitt afrek átakssjúka lotufíkilsins sem ákvað síðastliðinn mánudag að láta engan hvítan sykur inn fyrir sínar varir í að minnsta kosti 14 daga. Ekkert sælgæti, ekkert gos, engir eftirréttir. Og ekkert súkkulaði. Mig dreymir súkkulaði, það flæðir um í stórfljótum draumaheims míns og ég má ekki einu sinni dýfa litla fingri ofan í. Fjárakornið.
Ég á í mestu vandræðum með að næra mig. Ég vissi það fyrir að ég borða mikinn sykur, en að hann hafi verið meginuppistaða fæðunnar hjá mér kom mér á óvart! Fyrsta verslunarferðin var mér dýrkeypt, enda átti ég ekkert til í skápunum sem gat rakið ættir sínar til kínóa, kasjú, sesam, eða svoleiðis. Keypti allt frá grunni og borgaði fyrir það andvirði utanlandsferðar, án gríns. Hvers vegna þarf hollusta að vera svona hrikalega dýr? Það er til dæmis ekki beint hvetjandi að fara í grænmetiskælinn á laugardögum þegar það er 50% afsláttur á nammibarnum. Í gær var líka eina vitaða tilfellið þar sem laugardagar eru verri dagar en aðrir dagar, annars eru þeir ávallt í uppáhaldi.
Ég á í mestu vandræðum með að næra mig. Ég vissi það fyrir að ég borða mikinn sykur, en að hann hafi verið meginuppistaða fæðunnar hjá mér kom mér á óvart! Fyrsta verslunarferðin var mér dýrkeypt, enda átti ég ekkert til í skápunum sem gat rakið ættir sínar til kínóa, kasjú, sesam, eða svoleiðis. Keypti allt frá grunni og borgaði fyrir það andvirði utanlandsferðar, án gríns. Hvers vegna þarf hollusta að vera svona hrikalega dýr? Það er til dæmis ekki beint hvetjandi að fara í grænmetiskælinn á laugardögum þegar það er 50% afsláttur á nammibarnum. Í gær var líka eina vitaða tilfellið þar sem laugardagar eru verri dagar en aðrir dagar, annars eru þeir ávallt í uppáhaldi.
Annars gengur lífið sinn vanagang hér á bæ, nóg að gera hjá öllum og þannig á það að vera. Vildi að ég gæti sagt meira en sökum fjölmiðlabanns verða sumar fréttir að bíða næsta árs...
2 ummæli:
Dugleg ertu! Ég þyrfti sennilega að skrá mig í afsykrun einhversstaðar lengst uppi í sveit á fallegum stað með tæru vatni og fersku fjallalofti (í bland við gasmengunina úr Holuhrauni) til að takast þetta ;)
Og vúbbderídú! Ég fékk email frá þér um nýja færslu! Það er allt að gerast á gervihnattaöld!
Lesendur bíða spenntir eftir færslu um hvernig til tókst og hverjar niðurstöður af þessari tilraun eru.
Skrifa ummæli