Vinurinn er á kafi í alls konar tilraunum þessa dagana, mjög gaman að fylgjast með. Um daginn eignaðist hann til dæmis lítinn hátalara úr ónýtu leikfangi. Þá tók hann gömul heyrnartól úr síma, skar eyrnaplöggin af og lóðaði vírana við hátalarann. Pakkaði honum svo inn í þvottasvamp og teipaði vel. Þá er kominn svona eins og hátalarapúði sem hann stingur undir húfuna sína og getur hlustað á tónlist úr símanum sínum á meðan hann labbar í skólann!
Hátalarinn |
Vantar bara svampinn, það var óþægilegt að hafa hátalarann beran upp við eyrað |
Svo tók við skeið þar sem Vinurinn hjólaði út um allan bæ með þessa græju á hausnum:
Ansi flott vídeó sem urðu til með þessari aðferð. Það hefði ekki gengið að teipa myndavélina á hjálminn því þá væri festingin einnota, það hefði þurft að eyðileggja hana eftir notkun. Þess vegna útbjó ormurinn opnanlegt hulstur úr pappa og teipaði hulstrið á hjálminn :)
Snillingur!
Snillingur!
2 ummæli:
Hátækni verður ekki til af sjálfu sér, það þarf endalausar tilraunir...
Já hann er svo mikill uppfinningarmaður í sér. Ég spái því að hann verður titlaður uppfinningarmaður eða græjukall í símaskrá framtíðarinnar. :-)
Skrifa ummæli