Hér á E9 hefur verið brjálað að gera þessa helgina og eldhúsið mitt litið út eins og einingaverksmiðja á góðæristíma.
Þetta byrjaði á fimmtudagskvöld með hönnunarvinnu og þá sátu verkfræðingar sveittir yfir uppdráttum að fyrirhuguðum húsum. Föstudagskvöldið fór í að hnoða deig sem þurfti svo að bíða yfir nótt, ansans ófögnuður það :/ Laugardeginum eyddum við í að fletja út og baka í gríð og erg.
Í dag var svo samsetningarlínan ræst og súkkulaði, glassúr, ísingu og kökuskrauti stráð á viðeigandi staði. Allt gert eftir kúnstarinnar óreglu, í fjarveru hallamála og tommustokka og þess háttar óþarfa. Húsin eru því loksins tilbúin, til þess eins að standa þarna og vera sæt og svo vera étin í fyllingu tímans. Sældarlíf það.
 |
| Sólar hús risið og verið að skreyta |
 |
| Vinurinn býr til flottustu marsipanrósirnar :o) |
 |
| Hryllingsþema. Ef vel er að gáð má sjá hvar ósýnilegi maðurinn stendur... |
 |
| Hjartaþema |
 |
| Someone was murdered... |
 |
| Þetta fær að standa ljóslaust, peran er sprungin og ekki hægt að skipta nema rífa húsið upp af sykurgrunninum... |
 |
| Vinurinn og húsið hans |
 |
| Sólin og húsið hennar |
 |
| Og auðvitað nokkrar piparkökur líka |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli