þriðjudagur, 4. janúar 2011

Rauðlaukssulta

Með hamborgarhryggnum á aðfangadagskvöld bar ég fram heimagerða rauðlaukssultu. Sultaður rauðlaukur er hrikalega góður og nauðsynlegur með góðri steik og er aðlagaðri uppskrift deilt hér með:

  • 2 rauðlaukar
  • 1 msk olía
  • 2 msk sykur (eða púðursykur? Var bara að detta það í hug núna og ætla að prófa það næst...)
  • 2 msk sérrí
  • 1 dl. rifsberjahlaup (heimagert auðvitað!)
  • 1 msk rauðvínsedik
  • 1 dl. vatn
  • Smá Maldon salt og pipar
Rauðlaukurinn er skorinn í ræmur og léttsteiktur í olíunni í potti. Öllu hinu bætt útí og látið malla í klukkutíma.
Þetta geymist alveg fram á gamlárskvöld (Svo framarlega sem það er afgangur...)

Njótið!

Engin ummæli: