miðvikudagur, 22. desember 2010

Piparkökuhús 2010

Hér gleymdist alvega að setja inn upplýsingar um Piparkökuhúsin sem í ár urðu þrjú... Þegar listrænn ágreiningur kemur upp er best að leysa málið þannig!


Sólin með glæsilegt hús sitt! Sjáið jólatréð og marsipanstrompinn :)



Hryllingshús, takið eftir blóði þakinni gröfinni þaðan sem náhvítur handleggur teygir sig til himins... Í garðum mátti einnig finna afhöfðað lík og fleira skemmtilegt. Svo hangir náttúrlega draugur út um gluggann þarna :)



Húsfreyjuhöllin fékk ljós og fékk einnig að standa fram yfir jól. Öðrum húsum var fórnað samdægurs hinum til viðvörunar...


1 ummæli:

Hörður og Árný sagði...

Þau eru öll svakalega krúttleg og sést langar leiðir að hér eru sannir listamenn á ferð sem fara fimlega með glassúrið :-)