laugardagur, 15. mars 2008

Flock rúlar!

Ég hef verið þungt haldin af vafravalkvíða en nú loks hefur það vandamál loksins verið leyst.

Explorer er vinnuþjarkur, en gerir ekkert fyrir mig nema flytja mig á milli vefsíðna (afskaplega leiðinlegt og frumstætt).
Firefox er flottur, hægt að hafa endalausa hnappa frá Google á tólastikunni (eins og Blogger fyrir bloggið, Gmail fyrir póstinn), hann lætur mig vita um leið og ég fæ póst (mjööööög mikilvægt) beintengdur við Mindmeister með Geistesblitz íbót (fyrir hugarkortaaðdáanda eins og mig), eeeeeen hann er bara svo hrikalega þungur að tölvukrílið mitt gefur frá sér háa stunu þegar ég kveiki á honum :(
Þess vegna fór ég að nota Flock. Hann er súperléttur og meðfærilegur án þess að vera leiðinlegur eins og Explorerinn. Hægt að blogga á Blogger í gegnum hann, Facebook, Picasa, Photobucket, Flickr og YouTube prófílarnir sítengdir, hann vinnur hrikalega vel með RSS-ið og lætur mig vita á fagmannlegan hátt um leið og vinir mínir blogga. Það er m.a.s. Web Clipboard hérna. Við erum að tala um vafra troðfullan af WEB 2.0. tólum. Það eina sem mig vantaði var að fá að vita þegar ég fengi póst! Var það til of mikils ætlast?

Líklega ekki!

Í kvöld, með síðustu uppfærslu Flock, birtist pósturinn minn á tólastikunni. Þannig að nú er enginn vafravalkvíði lengur, Flock gerir allt sem ég vil að vafri geri fyrir mig svo hananú. Flock er það heillin :)

Langaði svo að deila þessu mjög svo áhugaverða efni :)
Blogged with the Flock Browser

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú bara gaman að vita þetta.....er enn að mana mig upp í það að fara breyta yfir í Firefox í tölvunni minni...er með það í vinnunni..það er algjör lúxus.

Hey nú er veðrið að skána...eigum við ekki að byrja á göngutúrum aftur?
Sí jú

Nafnlaus sagði...

Vó! Tölvumál er eins og hebreska fyrir mér!!
En geta allir horft á videoblogg ef þú setur það inn á bloggar?
Ég er bara alveg græn ;o)

Knúsi knús..

Ingvar sagði...

Alveg sammála þér systir góð. Ég nota ekkert nema Flock nema kanski IE stundum þegar heimskar síður eru ekki skrifaðar fyrir almennilega vafara.

Nafnlaus sagði...

Hmmm? Þið eruð nú algjörlega stödd aftur í fornöld hérna!!! Flock hvað? Ég nota eingöngu NOP í minni tölvu, nema á tyllitögum þá dreg ég fram EPI ef hann er ekki að virka þá kemur JUO sterkur til leiks. Svo eru prófílarnir líka vel tengdir til hliðar og örlítið til hægri svo eru fimm tólastikur sem eru allar tengdar með IJK kerfinu sem hægt er að hlaða niður á NHU formati. Svo er alltaf hægt að bæta við svolitlu af Geisteblitz 2008 íbótinni sem fæst fyrir slikk í næstu HUFY vefverslun!
úje!

Unknown sagði...

Já.
Sko ég nota oft eina langa og tvær stuttar til að hafa samskiptin alveg á hreinu. Svo á ég til að senda reikmerki ef mikið lyggur við og skilaboðin eiga að fara mjög leint.
Miðilsfundir, garnalestur og að hlusta eftir vindinum eru líka mikið notaðar samskiptaleiðir
Annars á bara entertakkinn að virka og þetta allra nauðsinlegast.
Kveðjur úr torfbænum.
Risaeðlan

Björg sagði...

Ingvar og Dísa vita alveg hvað ég er að tala um er það ekki? Og Kristín, láttu nú tæknina ekki alveg gleypa þig, höfum nú báða fætur á jörðinni góða mín!!
Ykkur hinum ætlaði ég mér nú ekki að ofbjóða, vonandi jafnið þið ykkur á þessu sem fyrst :)