fimmtudagur, 18. október 2007

Hvert er kjellingin nú farin?!?

Jæja, ég er komin í hring!


Þegar ég byrjaði að blogga fyrir svona 5 árum síðan þá var ég hér á Blogspot. Síðan tók við blog.central, heimasmíðuð Front-page síða, bloggar.is og síðast 123.is.

Þótt mér hafi fundist 123.is bera af í gæðum og þægindum þá er alveg óþarfi að borga fyrir það sem maður getur fengið frítt annars staðar og þess vegna hef ég ákveðið að færa mig aftur á þann stað sem er næstbestur (og fríkeypis)!


Ég veit, algert vesen að elta mig svona um víðáttur veraldarvefsins, en þið hljótið að hafa þetta af lesendur góðir. Allir hafa gott af því að breyta til öðru hverju :) Hver veit, kannski verður þetta vítamínsprauta á skrifin mín, ég tími alla vega ekki að hætta að blogga.


Sjáum til, sjáum til

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja síðu ;o)
Og það er miklu meira en þess virði að elta þig um veraldarvefinn. Mikið er ég fegin að þú ákvaðst að halda blogginu áfram :o)

Knús...

Nafnlaus sagði...

jamms, elti þig hvert sem er... eins og skuggi :)

Ingvar sagði...

Velkomin á blogspottinn. Nú finnst mér ég ekki vera eins eimana og ég var :)

Nafnlaus sagði...

Til haningju með nýju síðuna....gott að þú ert ekki hætt...en sammála um það . Gott að breyta til.

Nafnlaus sagði...

Já, það þýðir ekkert fyrir þig að hætta skrifa, gott múv að hressa bara aðeins upp á umhverfið:)
Kannski ég ætti að fara hressa eitthvað upp á mitt;)
Bósan